Aleigan brann á hálftíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 20:00 Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur, Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Eldur sem kviknaði í litlum potti á eldavél varð að báli á örskömmum tíma og gjöreyðilagði heila íbúð. Fjölskyldan hafði skroppið frá um kvöldmatarleitið á fimmtudag og þegar hún kom til baka hálftíma síðar lagði svartan reyk út um eldhúsgluggann. Aleigan fór í eldsvoðanum og þau þurfa tíma til að jafna sig eftir áfallið að sögn systra fjölskylduföðursins. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Suðurhólum í Breiðholti á fimmtudag þar sem kviknað hafði í íbúð. Mikill eldur var á staðnum þegar slökkvilið bar að en það tók innan við klukkustund að slökkva hann. Íbúðin gjöreyðilagðist í brunanum en engin slasaðist. Eldurinn kviknaði út frá litlum potti á eldavélinni.Ungt par með tvö börn bjó þar og hafði skroppið örstutt frá þegar eldurinn kviknaði. Ættingar fjölskyldunnar hafa aðstoðað hana frá því bruninn varð og hafa þau búið hjá systur fjölskylduföðursins. „Fjölskyldufaðirinn var að koma heim og ákvað að hringja í konuna sína og bað hana að sinna erindi með sér. Hún var byrjuð að undirbúa matinn og en gerir krakkana klára og fer út og þau sinna erindi í svona þrjátíu mínútur en þegar þau koma til baka leggur svartan reyk út um eldhúsgluggann. Hann gerði slökkviliði þegar viðvart og hljóp inní stigaganginn til að gera fólki viðvart og koma því út. Hann fylgdi dreng út en aðrir íbúar voru komnir út á svalir og slökkvilið sótti þá. Konan hans og börn biðu á meðan úti. Það slasaðist engin en hann fékk snert af reykeitrun,“ segir Guðlaug Ósk Ólafsdóttir systir mannsins. Eldur , reykur og sót gjöreyðilagði íbúðina á hálftíma.Fjölskyldan hefur búið hjá Guðlaugu síðan á fimmtudag og hún segir að þau séu að fara í gegnum alls konar tilfinningar. „Þetta tekur á, stundum er allt í lagi og svo muna þau eftir einhverjum hlut sem hefur tilfinningalegt gildi og það er erfitt. Börnin eru eins, þau sakna bangsana sinna og leikfanga og annarra muna sem voru þeim kærir,“ segir Guðlaug. Fjölskyldan var tryggð en þær segja að það dekki ekki allt tjónið. Til að mynda hafi þau ekki verið búin að tryggja allt verðmæti innbúsins. Þá þurfa þau að leigja sér íbúð um tíma meðan verið er standsetja íbúðina. Þær systur segja að þau hafi mætt mikilli góðvild og hæla Rauða krossinum og Fjölskylduhjálpinni sem hafi aðstoðað þau mikið. Þá hefur fólk komið með föt fyrir þau síðustu daga. Þær systur hafa einnig stofnað styrktarreikning fyrir fjölskylduna á Facebook. „Hugur fólks er alveg ótrúlegur og það hefur gefið þeim mikinn styrk finna allan samhugann sem er í þjóðfélaginu þegar svona gerist,“ segja þær systur Guðlaug Ósk og Finndís Helga Ólafsdætur,
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira