Erlent

Myrti fjóra á götum New York

Andri Eysteinsson skrifar
Morðin voru framin í Chinatown-hverfinu.
Morðin voru framin í Chinatown-hverfinu. Getty/Education
Lögreglan í New York var aðfaranótt laugardags kölluð til Chinatown-hverfis borgarinnar þar sem að maður hafði gengið berserksgang og myrt fjóra heimilislausa menn með barefli. AP greinir frá.

Lögreglunni barst tilkynning frá vegfarenda um líkamsárás skömmu fyrir tvö að staðartíma en þegar á vettvang var komið fann lögregla tvö menn með áverka á höfði. Annar þeirra var úrskurðaður látinn á staðnum en hinn var fluttur á sjúkrahús.

Við frekari leit nærri vettvangi glæpsins fundust þrjú lík til viðbótar, öll með áverka á höfði. Lögregla handtók skömmu síðar 24 ára gamlan karlmann sem talinn er hafa framið ódæðin. Fannst hann gangandi um götur með blóði drifið barefli í höndunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×