Erlent

Rappari varð fyrir árás á tón­leikum BBC

Sylvía Hall skrifar
Krept þakkaði aðdáendum sínum stuðninginn á Twitter-síðu sinni og sagðist snúa aftur fyrr en varir.
Krept þakkaði aðdáendum sínum stuðninginn á Twitter-síðu sinni og sagðist snúa aftur fyrr en varir. Vísir/Getty
Tónleikum BBC 1Xtra live í Birmingham í gær var skyndilega aflýst eftir að rapparinn Krept varð fyrir árás baksviðs. Lögreglan leitar nú vitna að árásinni. 

Uppselt var á tónleikana og áttu tónlistarmenn á borð við French Montana og Wizkid að koma fram fyrir framan hátt í sextán þúsund manns. Krept, sem er meðlimur rapptvíeykisins Krept and Konan, var þó ekki á meðal þeirra sem áttu að koma fram á tónleikunum. 

Tónleikarnir voru sýndir í beinni útsendingu en útsendingin var stöðvuð eftir árásina. Í yfirlýsingu frá BBC kemur fram að þeim þyki miður að aflýsa tónleikunum en öryggismál væru í forgangi. Þá hörmuðu þeir að slíkt kæmi fyrir gest á tónleikum þeirra.

Rapparinn hlaut djúpan skurð eftir árásina en viðbragðsaðilar voru á staðnum sem hlúðu að honum og þurfti hann því ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist rapparinn vera við góða heilsu og hann myndi „snúa aftur fyrr en varir“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×