Fótbolti

Hörður Björgvin dettur úr landsliðshópnum vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska landsliðinu
Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska landsliðinu vísir/vilhelm
Hörður Björgvin Magnússon mun ekki spila með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Frakkland og Andorra í undankeppni EM 2020.

KSÍ greindi frá því rétt í þessu að Hörður Björgvin hefði neyðst til þess að draga sig úr hópnum.

Ástæða þess eru ökklameiðsli sem hann varð fyrir á fimmtudag. Hörður spilaði ekki með félagsliði sínu, CSKA Moskvu, vegna meiðslanna í dag.

Ekki er vitað hversu lengi Hörður verður frá keppni.

Í tilkynningu KSÍ er ekki greint frá því hvort annar leikmaður verði kallaður inn í staðinn. Hörður er annar leikmaðurinn til þess að detta út úr hópnum vegna meiðsla, en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson getur heldur ekki verið með.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×