Fótbolti

Aron Einar með slitið liðband og missir af landsleikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. vísir/bára
Aron Einar Gunnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjum liðsins gegn Frakklandi og Andorra síðar í mánuðinum. Það var ljóst í dag er í ljós kom að hann er með slitið liðband í ökkla.Knattspyrnusamband Íslands staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag.

Aron Einar meiddist þegar hann varð fyrir ljótri tæklingu í leik með félagsliði sínu á föstudag. Hann fór í segulómun í dag og kom þá í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.Á þessari stundu er ekki vitað hversu lengi Aron Einar verður frá en líklegt verður að teljast að hann missi einnig af leikjum íslenska landsliðsins í nóvember, þeim síðustu í undankeppni EM 2020.Ísland er í þriðja sæti H-riðils undankeppninnar með 12 stig að loknum sex umferðum. Tyrkland og Frakkland eru efst með fimmtán stig hvort.Strákarnir okkar urðu af mikilvægum stigum er þeir töpuðu fyrir Albaníu ytra í síðasta leik, 4-2, en efstu tvö lið hvers riðils komast áfram í lokakeppni EM 2020.Verði Ísland ekki í þeim hópi munu okkar menn að öllum líkindum fá annað tækifæri til að komast í lokakeppnina í gegnum umspilsleiki í mars næstkomandi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.