Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 6. október 2019 19:46 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Egill Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. Hann segir þá sem ekki hafa komið til Kína hafa ranga ímynd af landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lengi verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar gegn einstaklingsfrelsi. Mótmælin í Hong Kong, sem upphaflega snerust um frumvarp um að heimila framsal á þessu sjálfstjórnarsvæði til meginlandsins, hafa verið í umræðunni undanfarna fjóra mánuði.Rúmlega þrjátíu ríki undirrituðu svo yfirlýsingu í september þar sem meðferð uyghur-múslima í Xinjiang-héraði Kína var fordæmd. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað farið fram á að Kínverjar heimili óháða rannsókn á meintum ólögmætum handtökum og mannshvörfum en án árangurs. Stjórnvöld í Kína segja að uyghur-múslimarnir búi nú í endurmenntunarstöðvum þar sem unnið sé gegn öfgavæðingu. Einnig hefur lengi verið rætt um ritskoðun Kínverja á veraldarvefnum. Stjórnvöld hafa ritskoðað vefsíður, upplýsingar og jafnvel stök orð í því skyni að koma í veg fyrir mótmæli. Til dæmis var myllumerkið #metoo sett á bannlista. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að þeir sem ekki hafa farið til Kína gætu haft ranga hugmynd um ástandið þar í landi. Mikilvægt sé að tryggja öryggi. „Kínverjar njóta frelsis í þjóðfélaginu, ástandið í Hong Kong og Xinjiang og netöryggi, kínverskar öryggissveitir hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Þetta er ástandið í Kína,“ segir Jin Zhijian. Hong Kong Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. Hann segir þá sem ekki hafa komið til Kína hafa ranga ímynd af landinu. Stjórnvöld í Kína hafa lengi verið gagnrýnd fyrir aðgerðir sínar gegn einstaklingsfrelsi. Mótmælin í Hong Kong, sem upphaflega snerust um frumvarp um að heimila framsal á þessu sjálfstjórnarsvæði til meginlandsins, hafa verið í umræðunni undanfarna fjóra mánuði.Rúmlega þrjátíu ríki undirrituðu svo yfirlýsingu í september þar sem meðferð uyghur-múslima í Xinjiang-héraði Kína var fordæmd. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað farið fram á að Kínverjar heimili óháða rannsókn á meintum ólögmætum handtökum og mannshvörfum en án árangurs. Stjórnvöld í Kína segja að uyghur-múslimarnir búi nú í endurmenntunarstöðvum þar sem unnið sé gegn öfgavæðingu. Einnig hefur lengi verið rætt um ritskoðun Kínverja á veraldarvefnum. Stjórnvöld hafa ritskoðað vefsíður, upplýsingar og jafnvel stök orð í því skyni að koma í veg fyrir mótmæli. Til dæmis var myllumerkið #metoo sett á bannlista. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að þeir sem ekki hafa farið til Kína gætu haft ranga hugmynd um ástandið þar í landi. Mikilvægt sé að tryggja öryggi. „Kínverjar njóta frelsis í þjóðfélaginu, ástandið í Hong Kong og Xinjiang og netöryggi, kínverskar öryggissveitir hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi almennings. Þetta er ástandið í Kína,“ segir Jin Zhijian.
Hong Kong Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira