Erlent

Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit

Kjartan Kjartansson skrifar
Kröfu stefnendanna er ætlað að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara eftir lögum sem breska þingið samþykkti nýlega.
Kröfu stefnendanna er ætlað að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara eftir lögum sem breska þingið samþykkti nýlega. Vísir/EPA
Skoskur dómstóll hafnaði í dag kröfu andstæðinga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins um að Boris Johnson forsætisráðherra verði skikkaður til að biðja um frestun útgöngunnar takist honum ekki að sannfæra þingið um að samþykkja útgöngusamning.

Krafa hópsins var að dómari gæfi út tilskipun um að forsætisráðherrann bæði Evrópusambandið um frest á útgöngunni náist ekki samningar fyrir 31. október, daginn sem Bretar eiga að segja skilið við sambandið. Hún byggir á lögum sem breska þingið samþykkti nýlega og kveða á um að forsætisráðherra verði að óska eftir fresti ef ekki hefur verið samið um Brexit fyrir 19. október.

The Guardian segir að búist sé við því að niðurstöðunni verði áfrýjað á morgun. Dómstóllinn á enn eftir að taka afstöðu til kröfu hópsins um að dómstólar skrifi sjálfir bréf til að óska eftir frestun geri forsætisráðherrann það ekki.


Tengdar fréttir

Macron setur Johnson afarkosti

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni.

Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons

Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×