Fótbolti

Aron Einar fór undir hnífinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forráðamenn Al-Arabi kíktu á Aron eftir aðgerðina sem gekk vel.
Forráðamenn Al-Arabi kíktu á Aron eftir aðgerðina sem gekk vel. mynd/al arabi
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór í aðgerð í morgun vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik með Al-Arabi á dögunum.

Félagið staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni og óskar Aroni góðs bata. Það er þó ekki tekið fram hvenær búist er við því að Aron komi til baka.





Aron var með slitið liðband í ökkla eftir að hafa orðið fyrir ruddatæklingu. Hann fór í aðgerðina á hinu rómaða Aspetar-sjúkrahúsi og aðgerðin gekk vel.

Meiðslin gera það að verkum að Aron Einar verður ekki með landsliðinu er það mætir Frökkum á föstudag og Andorra eftir helgina.












Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×