Fótbolti

Aron Einar fór undir hnífinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forráðamenn Al-Arabi kíktu á Aron eftir aðgerðina sem gekk vel.
Forráðamenn Al-Arabi kíktu á Aron eftir aðgerðina sem gekk vel. mynd/al arabi

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór í aðgerð í morgun vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik með Al-Arabi á dögunum.

Félagið staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni og óskar Aroni góðs bata. Það er þó ekki tekið fram hvenær búist er við því að Aron komi til baka.Aron var með slitið liðband í ökkla eftir að hafa orðið fyrir ruddatæklingu. Hann fór í aðgerðina á hinu rómaða Aspetar-sjúkrahúsi og aðgerðin gekk vel.

Meiðslin gera það að verkum að Aron Einar verður ekki með landsliðinu er það mætir Frökkum á föstudag og Andorra eftir helgina.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.