Fótbolti

Aron Einar fór sárþjáður af velli en er ekki brotinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron í leik með Al Arabi
Aron í leik með Al Arabi vísir/getty

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leik Al Arabi í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aron varð fyrir ljótri tæklingu undir lok leiksins og lá sárþjáður eftir. Keyra þurfti Aron af velli á börum.Líklegt er að Aron sé illa meiddur en Al Arabi staðfesti það í kvöld að hann sé ekki brotinn. Ekkert er þó komið um það hversu lengi hann verður frá.

Það verður samt að teljast ólíklegt að fyrirliðinn verði með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum gegn heimsmeisturum Frakka og Andorra.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.