Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur Nóbels­verð­launin í efna­fræði?

Atli Ísleifsson skrifar
Nóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 10. desember næstkomandi.
Nóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 10. desember næstkomandi. vísir/getty
Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.Vísindamennirnir Frances H. Arnold, George P. Smith og Gregory P. Winter fengu Nóbelsverðlaunin í flokknum á síðasta ári. Var verðlaununum skipt í tvennt, á milli Arnold annars vegar og þeirra Smith og Winter hins vegar. Arnold var verðlaunuð fyrir stýrða þróun ensíma og þeir Smith og Winter fyrir vinnu þeirra varðandi peptíð og mótefni. Fyrr í vikunni hefur verið greint frá því hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í læknisfræði annars vegar og eðlisfræði hins vegar.Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.