Lífið

„Akkúrat það sem vantaði í líf mitt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyfi verður á dansgólfinu í vetur.
Eyfi verður á dansgólfinu í vetur.
„Þetta leggst geysilega vel í mig, held að þetta hafi verið akkúrat það sem vantaði í líf mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. Eyfi segist ekki vera sérstakur dansari en vonar að dansfélagi hans kenni honum vel.„Þá verð ég allsvaðalegur. Ég hef stundum tekið nokkur spor í góðum efnum, dansaði reyndar mikið í Kerlingarfjöllum í den, en undanfarin ár hef ég haldið mig til hlés að mestu leiti.“Telma Rut Sigurðardóttir er félagi Eyfa í keppninni í ár. Eyfi segist ekki vera stressaður.„Ég hef gengið í gegnum þetta líf stress- og streitulaus þrátt fyrir áföll, líklega er ég bara svona hamingjusamur.“Hann ætlar sér alla leið í keppninni.„Ég held að fátt geti komið í veg fyrir sigur minn og Telmu Rutar í þessari keppni, svo einfalt er það.“
Tengdar fréttir

Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið

"Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember.

Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember.

„Það er enginn að fara að vinna þetta nema ég“

"Þetta leggst sjúklega vel í mig, held að þetta verði mjög áhugavert,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingarmaður og sjónvarpsmaður, sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.

Væri gaman að taka bikarinn heim til mömmu

"Þetta er allt saman svo spennandi og ég get hreinlega ekki beðið,“ Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, sem tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.

Er að klikkast úr stressi

"Þetta leggst þrusuvel í mig. Ég er reyndar að klikkast úr stressi, en það er bara vegna þess að ég hef svo mikinn metnað og fer alltaf "all in” í allt sem ég geri,“ segir athafnarkonan Manuela Ósk Harðardóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.