Lífið

Tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veigar Páll í leik með Stjörnunni á sínum tíma.
Veigar Páll í leik með Stjörnunni á sínum tíma. Vísir/hanna

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Veigar Páll Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, verður í eldlínunni í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.

Hann er helst þekktur fyrir það að vera frábær markaskorari en spurning hvernig hann er á dansgólfinu.

„Þetta leggst bara frábærlega í mig og ástæðan fyrir því er að ég er bara svo klár í þetta dæmi,“ segir Veigar sem ætlar sér að fara í verkefnið af fullum krafti.

„Ég er mikill keppnismaður og sætti mig ekki við neitt annað en fyrsta sætið og það er bara einfaldlega markmiðið.“

Veigur er oftast ekkert lengi á dansgólfið þegar hann fer út að skemmta sér.

„Ég á auðveldara með að fara út á dansgólfið þegar maður er búinn með tvo til þrjá, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég tel mig alveg vera nokkuð taktviss og kann svona aðeins að dansa en svo er bara spurning hvernig þetta verður þegar maður er farinn út í samkvæmisdansana. Ég hef aldrei prófað það.“

Hann segir að bakgrunnur hans í knattspyrnu gæti hjálpað.

„Ég tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann. Maður var alltaf að gera einhverjar fintur og skæri á grasvellinum og það mun hjálpa mér.“


Tengdar fréttir

Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið

"Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.