Lífið

Er að klikkast úr stressi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manuela er mjög spennt fyrir vetrinum.
Manuela er mjög spennt fyrir vetrinum. vísir/vilhelm
„Þetta leggst þrusuvel í mig. Ég er reyndar að klikkast úr stressi, en það er bara vegna þess að ég hef svo mikinn metnað og fer alltaf „all in” í allt sem ég geri,“ segir athafnarkonan Manuela Ósk Harðardóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.„Ég er hræðilegur dansari. En ég er ekki taktlaus, þannig að þetta er alls ekki vonlaust verkefni fyrir Jón Eyþór,“ segir Manuela en Jón verður hennar dansfélagi í vetur. „Ég treysti honum bara og þá getur þetta ekki klikkað.“„Ég hef dansað áður en ég hef aldrei á ævinni dansað samkvæmisdansa og mín danstilþrif hingað til eru ekki eitthvað sem ég myndi bera á borð fyrir alþjóð.“Manuela segist vera mjög stressuð fyrir verkefninu.„En ef ég væri ekki stressuð þá væri ég líklegast stressuð yfir að vera ekki stressuð. Er svolítið stressuð týpa sem sagt. Ég legg nú ekki í vana minn að tapa, en hvernig ég skilgreini sigur er annað mál. Ég held að það sé ákveðinn sigur að fara í gegnum þetta ferli og ég er mjög þakklát fyrir tækifærið og spennt fyrir þessum tíma.“Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið

"Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember.

Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember.

„Það er enginn að fara að vinna þetta nema ég“

"Þetta leggst sjúklega vel í mig, held að þetta verði mjög áhugavert,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingarmaður og sjónvarpsmaður, sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.

Væri gaman að taka bikarinn heim til mömmu

"Þetta er allt saman svo spennandi og ég get hreinlega ekki beðið,“ Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, sem tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.