Lífið

Regína Ósk í Allir geta dansað: Bæði hrædd og spennt á sama tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Regína mætti ásamt eiginmanni sínu Sveini á haustkynningu Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut á föstudaginn.
Regína mætti ásamt eiginmanni sínu Sveini á haustkynningu Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut á föstudaginn.

„Þetta leggst rosalega vel í mig, en ég er spennt og hrædd á sama tíma,“ segir söngkonan Regína Ósk sem er þriðji keppandinn sem kynntur er til sögunnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað.

„Held ég sé ágæt í hreyfingum en hef aldrei snert samkvæmisdansa. Ég hef farið á nokkur dansnámskeið í gegnum tíðina t.d. magadans og Bollywood og elska að dansa.“

Regína segir að hún viti í raun ekkert hvað hún sé að fara út í.

„Er maður ekki alltaf stressaður ef maður veit ekki alveg hvað maður er að fara út í.“

Hún segist vera með mikið keppnisskap.

„Auðvitað vill maður komast langt, en ég lít á þetta sem frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt og þetta er gott bæði fyrir heilann og líkamann.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.