Lífið

„Það er enginn að fara að vinna þetta nema ég“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Örn tekur þátt í Allir geta dansað.
Ólafur Örn tekur þátt í Allir geta dansað.
„Þetta leggst sjúklega vel í mig, held að þetta verði mjög áhugavert,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingarmaður og sjónvarpsmaður, sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.„Mér finnst gaman að dansa og nota regluna að dansa eins og engin sé að horfa. Er ekki viss um að ég sé góður samt.“Ólafur segist vera af þeirri kynslóð sem fann upp house, teknó og rave tónlistina.„Svo ég hef eytt mjög mörgum klukkustundum í að dansa á næturklúbbum í eitís og næntís og á erfitt með að sitja kyrr ef ég heyri góða næntís house tónlist. En ég hef aldrei dansað samkvæmisdansa eða dansað eftir einhverjum reglum.“Hann segist ekki beint vera stressaður heldur frekar: „Meira svona skelfingu lostinn,“ segir Ólafur sem á nú frekar von á því að hann vinni þessa keppni bara.„Ég hef aldrei keppt í neinu, var aldrei í íþróttum og spila sjaldan en það er enginn að fara að vinna þetta nema ég.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.