Lífið

Vilborg mest stressuð fyrir því að hún kunni „akkúrat ekkert“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilborg hefur  lítið sem ekkert verið í því að dansa.
Vilborg hefur lítið sem ekkert verið í því að dansa.

„Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er bara mjög spennt,“ segir Vilborg Arna Gissuradóttir sem stígur heldur betur út fyrir þægindarammann í vetur þegar hún tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Vilborg hefur meira verið í fjallgöngum og löngum og erfiðum göngum heldur en á dansgólfinu.

„Ég er enginn dansari og er lítið úti að skemmta mér út af íþróttalífinu og því fæ ég fá tækifæri til að dansa.“

Hún segist aðallega vera spennt fyrir því að vera fara gera eitthvað allt annað en hún er vön.

„Það er það sem er svo skemmtilegt við þetta, að vera út fyrir þægindarammann fræga,“ segir Vilborg sem hefur verið pöruð við dansarann Javi Fernández Valiño.

„Ég er svo ótrúlega ánægð með hann. Hann er svo skemmtilegur og lifandi karakter. Við erum ekki farin að æfa neitt þar sem við erum svolítið mikið til skiptis í útlöndum. Maður þarf því að læra hratt og örugglega þegar að því kemur.“

Markmiðið númer 1, 2 og 3 hjá Vilborgu verður að hafa gaman en hún ætlar sér samt að reyna að ná langt.

„Maður er að fara læra fullt af nýjum hlutum og samhæfing og taktur hefur ekki verið mikill styrkleiki hjá mér. Þannig að ég sé mörg tækifæri fyrir bætingu. Ég er kannski mest stressuð fyrir því að ég kann akkúrat ekkert. Ég hef engan grunn og er að fara læra alveg frá byrjun,“ segir Vilborg sem er strax farin að horfa á YouTube-myndbönd til að undirbúa sig.
Tengdar fréttir

Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember.

Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið

"Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.