Fótbolti

Undrabarnið Fati orðinn Spánverji

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fati í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.
Fati í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. vísir/getty
Hið 16 ára gamla undrabarn Barcelona, Ansu Fati, fékk í dag spænskt ríkisfang og hann getur því spilað með spænska landsliðinu í framtíðinni.

Hann hefur búið í landinu í tíu ár og uppfyllir því öll skilyrði sem þarf til þess að gerast spænskur ríkisborgari.

Drengurinn er frá Gíneu-Bissá en landsliðsverkefnin sem bíða þar eru ekkert allt of spennandi. Hann hefur þess utan búið stærstan hluta lífs síns á Spáni og lítur því á sig sem Spánverja.

Þetta þýðir að hann getur spilað með Spáni á HM U17 ára liða en skila þarf inn leikmannalista fyrir mótið í næstu viku.

Fati er þegar orðinn yngsti í mörgu hjá Barcelona. Yngstur í deildinni, yngstur í Meistaradeildinni og yngsti markaskorarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×