Fótbolti

Undrabarnið Fati orðinn Spánverji

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fati í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.
Fati í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. vísir/getty

Hið 16 ára gamla undrabarn Barcelona, Ansu Fati, fékk í dag spænskt ríkisfang og hann getur því spilað með spænska landsliðinu í framtíðinni.

Hann hefur búið í landinu í tíu ár og uppfyllir því öll skilyrði sem þarf til þess að gerast spænskur ríkisborgari.

Drengurinn er frá Gíneu-Bissá en landsliðsverkefnin sem bíða þar eru ekkert allt of spennandi. Hann hefur þess utan búið stærstan hluta lífs síns á Spáni og lítur því á sig sem Spánverja.

Þetta þýðir að hann getur spilað með Spáni á HM U17 ára liða en skila þarf inn leikmannalista fyrir mótið í næstu viku.

Fati er þegar orðinn yngsti í mörgu hjá Barcelona. Yngstur í deildinni, yngstur í Meistaradeildinni og yngsti markaskorarinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.