Innlent

Eldur í einbýlishúsi á Akureyri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Akureyri, þar sem upp kom eldur á fimmta tímanum í dag.
Frá Akureyri, þar sem upp kom eldur á fimmta tímanum í dag. Vísir/vilhelm
Eldur kom upp í olíu í einbýlishúsi á Akureyri nú síðdegis. Slökkvilið var kallað til en í þann mund sem slökkviliðsmenn komu á vettvang tókst húsráðendum að ráða niðurlögum eldsins.Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir að þrátt fyrir það hafi þurft að reykræsta húsið en hann gat ekki sagt til um hvort eða hversu mikið tjón hlaust af eldsvoðanum. Eldsupptök liggi að sama skapi ekki fyrir á þessari stundu.Ákveðið hafi verið að flytja einn heimilismann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann mun undirgangast heilsufarsskoðun, en talið er að hann gæti hafa hlotið reykeitrun. Ekki var þó á Ólafi að skilja að veikindin séu talin alvarleg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.