RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínufána Hatara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2019 16:37 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45
Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17
Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52