Íslenski boltinn

Starki fór með Fjölni upp um deild

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Fjölnir tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á nýjan leik á dögunum. Starki á völlunum var í Grafarvoginum og fylgdist með Fjölnismönnum fara upp.

Starki hefur verið fastagestur á völlunum í Inkassodeildinni í sumar og lét hann sig ekki vanta á Extra völlinn þegar Fjölnir og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli.

Áður en Leiknir jafnaði metinn leit allt út fyrir að bikar væri að fara á loft í Grafarvoginum og gekk Starki svo langt að kyssa bikarinn.

Þennan skemmtilega þátt má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.