Enski boltinn

Lampard: Jose hefur haft mest áhrif á mig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho og Frank Lampard mættust með lið sín, Manchester United og Derby County, síðasta vetur
Jose Mourinho og Frank Lampard mættust með lið sín, Manchester United og Derby County, síðasta vetur vísir/getty
Frank Lampard segir Jose Mourinho vera þann sem hefur haft mest áhrif á stíl sinn sem knattspyrnustjóra.Lampard vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea undir stjórn Mourinho ásamt bikarmeistaratitli.„Allir stjórarnir sem ég hef spilað fyrir hafa haft áhrif á mig en líklegast enginn eins mikil og Jose Mourinho,“ sagði Lampard.„Undir hans stjórn varð hugarfarið mitt betra og það gaf mér mikið sjálfstraust inn í liðinu. Ég reyni að halda góðu sambandi við alla leikmennina og hvetja þá til þess að verða betri á hverjum degi.“„Ég tók mikið frá Jose ne ég vil ekki að fólk fari að segja að ég sé að reyna að vera eins og hann.“Lærisveinar Lampard í Chelsea mæta Liverpool á sunnudag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.