„Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 20:18 Hildur segir það afdráttarlausa kröfu þeirra sem taka þátt í mótmælunum að allir grípi til aðgerða til þess að sporna við hamfarahlýnun. Vísir Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26