Innlent

Alls­herjar­verk­fall vegna lofts­lags­breytinga fer fram í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári.
Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Getty

Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi.

Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári og er nú orðin heimsfræg fyrir baráttu sína.

Thunberg tekur þátt í mótmælagöngu í New York í Bandaríkjunum þar sem hún er nú stödd.

Verkfall hófst fyrst í Eyjaálfu og þannig mættu um 300 þúsund manns í kröfugöngu í Sydney í Ástralíu.

Í Reykjavík hefur verið blásið til kröfufundar klukkan fimm síðdegis. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll þar dagskrá fer fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.