Innlent

Alls­herjar­verk­fall vegna lofts­lags­breytinga fer fram í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári.
Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári. Getty
Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi.

Milljónir barna ætla að taka þátt og fylgja fordæmi hinnar sænsku Gretu Thunberg, sem hóf mótmælaaðgerðir sínar með því að skrópa í skólanum í ágúst á síðasta ári og er nú orðin heimsfræg fyrir baráttu sína.

Thunberg tekur þátt í mótmælagöngu í New York í Bandaríkjunum þar sem hún er nú stödd.

Verkfall hófst fyrst í Eyjaálfu og þannig mættu um 300 þúsund manns í kröfugöngu í Sydney í Ástralíu.

Í Reykjavík hefur verið blásið til kröfufundar klukkan fimm síðdegis. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll þar dagskrá fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×