Huddersfield bíður enn eftir fyrsta sigrinum síðan í lok febrúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum á The Hawthornes.
Úr leiknum á The Hawthornes. vísir/getty
West Brom vann 4-2 sigur á Huddersfield Town í eina leik dagsins í ensku B-deildinni.Með sigrinum komst West Brom upp í 4. sæti deildarinnar. West Brom er eina liðið í B-deildinni sem hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu.Öllu verr gengur hjá Huddersfield sem er með eitt stig á botni deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í 19 leikjum í röð, eða síðan það vann Wolves, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni 26. febrúar.Huddersfield var yfir í hálfleik, 1-2, í leiknum á The Hawthornes í dag og allt fram á 70. mínútu.Darnell Furlong jafnaði þá fyrir West Brom og fimm mínútum síðar kom Matt Phillips heimamönnum yfir.Semi Ajayi gulltryggði svo sigur West Brom á 89. mínútu. Lokatölur 4-2, West Brom í vil.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.