Enski boltinn

De Gea segist ánægður með síðasta tímabil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea
David de Gea vísir/getty
David de Gea segist ánægður með frammistöðu sína á síðasta tímabili þrátt fyrir að hann hafi fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna.

De Gea gerði nokkur stór mistök á síðasta tímabili sem vöktu mikla athygli. Hann hefur staðið í samningaviðræðum við United í tvö ár og náðu þær viðræður loksins árangri þegar hann skrifaði undir nýjan samning við United í vikunni.

Spænski markmaðurinn gerði fjögur mistök sem leiddu til marks andstæðingsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það eru fleiri mistök en á öllum fimm fyrri tímabilum hans samanlagt.

„Þegar fólk horfir á síðustu leiktíð þá horfir það á síðustu mánuðina,“ sagði de Gea við Sky Sports.

„Ef við horfum á leiktíðina í heild þá var ég nokkuð ánægður með formið fyrstu sjö mánuðina.“

„Einstaka mistök geta komið fyrir hjá öllum leikmönnum en þú ert meira undir smásjánni sem markmaður.“



De Gea kom til United árið 2011. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning í vikunni og verður því hjá United til 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×