Fótbolti

Vilja ekki að Fati verði valinn í landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ansu Fati
Ansu Fati vísir/getty

Barcelona vill ekki að ungstirnið Ansu Fati verði valinn í landsliðsverkefni með Spánverjum og segir stjóri Börsunga að það yrði skref aftur á bak fyrir leikmanninn.

Fati varð spænskur ríkisborgari á dögunum og er áhugi fyrir því að kalla hann inn í hóp Spánverja fyrir HM U17 ára.

Fati hefur slegið í gegn hjá Barcelona á tímabilinu, er orðinn yngsti markaskorari Barcelona í La Liga deildinni og yngsti leikmaðurinn til þess að spila fyrir Barcelona í Meistaradeildinni.

Ef Fati verður valinn í U17 landsliðið, sem er talið líklegt, þá verður hann frá í allt að fimm vikur.

„Hann hefur enn ekki verið kallaður í landsliðið svo við þurfum bara að sjá. En það yrði skref til baka því hann er leikmaður sem er bara að koma inn í aðalliðið,“ sagði Ernesto Valverde, knattspyrnustjóri Barcelona.

„Við vitum ekki hvað gerist í þessum leikjum sem hann myndi missa af.“

Valverde vill að Fati æfi með aðalliði Barcelona í allan vetur, þó það muni koma tímar þar sem hann mun spila fyrir B-lið félagsins.


Tengdar fréttir

Undrabarnið Fati orðinn Spánverji

Hið 16 ára gamla undrabarn Barcelona, Ansu Fati, fékk í dag spænskt ríkisfang og hann getur því spilað með spænska landsliðinu í framtíðinni.

Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona?

Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.