Enski boltinn

Maddison skaut föstum skotum að The Sun eftir frétt um milljón króna bakpoka hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maddison í leiknum þar sem hann skoraði sigurmarkið.
Maddison í leiknum þar sem hann skoraði sigurmarkið. vísir/getty

Götublaðið The Sun gerði bakpoka James Maddison að umfjöllunarefni sínu í gær fyrir leik Leicester og Tottenham í enska boltanum.

Maddison mætti með marglitaðan bakpoka frá Louis Vitton en hann kostar um 6500 pund. Það jafngildir einni milljón króna.

Í fyrirsögninni er vitnað í tíst þar sem bakpokinn er kallaður skelfilegur en Maddison var fljótur til á Twitter eftir að fréttin kom út.

„Væri verra ef ég væri haldandi á Sun dagblaði held ég,“ skrifaði leikmaðurinn og lét kall fylgja með þar sem hann er grátandi úr hlátri.

Leicester vann 2-1 sigur á Tottenham í leiknum umrædda þar sem títtnefndur Maddison skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.