Fótbolti

Ögmundur hélt hreinu í fyrsta sigri Larissa á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur hélt hreinu gegn Xanthi.
Ögmundur hélt hreinu gegn Xanthi. vísir/getty

Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá AEL Larissa sem lagði Xanthi að velli, 3-0, í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti sigur Ögmundar og félaga á tímabilinu.

Larissa er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Þetta var jafnframt í fyrsta skipti á tímabilinu sem Ögmundur heldur marki sínu hreinu.

Ögmundur lék afar vel með Larissa á síðasta tímabili. Liðið endaði þá í 10. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.