Fótbolti

Ögmundur hélt hreinu í fyrsta sigri Larissa á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur hélt hreinu gegn Xanthi.
Ögmundur hélt hreinu gegn Xanthi. vísir/getty
Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá AEL Larissa sem lagði Xanthi að velli, 3-0, í grísku úrvalsdeildinni í dag.Þetta var fyrsti sigur Ögmundar og félaga á tímabilinu.Larissa er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki.Þetta var jafnframt í fyrsta skipti á tímabilinu sem Ögmundur heldur marki sínu hreinu.Ögmundur lék afar vel með Larissa á síðasta tímabili. Liðið endaði þá í 10. sæti deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.