Fótbolti

Annan leikinn í röð tryggði Neymar PSG sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar skorar sigurmarkið.
Neymar skorar sigurmarkið. vísir/getty

Brasilíumaðurinn Neymar hefur séð til þess að PSG hefur unnið síðustu tvo leiki í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í kvöld skoraði hann sigurmarkið í öflugum 1-0 sigri PSG á útivelli gegn Lyon en sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok.

Mikið var rætt og ritað um framtíð Neymar í sumar og hann var ekki í leikmannahópi liðsins þangað til glugginn lokaði og staðfest væri að hann yrði áfram hjá félaginu.

Hann hefur heldur betur sætt sig við það að vera áfram hjá Parísarliðinu því hann hefur nú tryggt liðinu sex stig því hann skoraði einnig sigurmarkið gegn Strasbourg í síðustu umferð.

PSG er á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir fyrstu fimm leikina en Lyon er einungis með átta stig eftir leikina sex.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.