Innlent

Hafna­bolta­kylfur, hnífar og hnúa­járn á lofti í árás á ung­linga við Sala­skóla

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan rannsakar árásina við Salaskóla.
Lögreglan rannsakar árásina við Salaskóla. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni barst í kvöld tilkynning um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla í Kópavogi. Að sögn tilkynnanda voru hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti en í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið sé í rannsókn.Í Hafnarfirði réðst maður inn í húsnæði og hótaði húsráðanda barsmíðum. Þá var einnig ráðist að húsi í Kópavogi og var lögregla send á vettvang.Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang í Hlíðahverfi þar sem drukkinn maður hafði dottið á höfuðið og blæddi mjög. Ekki er vitað nánar um ástand hans að svo stöddu.Þá voru tveir handteknir fyrir þjófnað í verslun við Nýbýlaveg í Kópavog.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.