Innlent

Hafna­bolta­kylfur, hnífar og hnúa­járn á lofti í árás á ung­linga við Sala­skóla

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan rannsakar árásina við Salaskóla.
Lögreglan rannsakar árásina við Salaskóla. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni barst í kvöld tilkynning um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla í Kópavogi. Að sögn tilkynnanda voru hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti en í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið sé í rannsókn.

Í Hafnarfirði réðst maður inn í húsnæði og hótaði húsráðanda barsmíðum. Þá var einnig ráðist að húsi í Kópavogi og var lögregla send á vettvang.

Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang í Hlíðahverfi þar sem drukkinn maður hafði dottið á höfuðið og blæddi mjög. Ekki er vitað nánar um ástand hans að svo stöddu.

Þá voru tveir handteknir fyrir þjófnað í verslun við Nýbýlaveg í Kópavog.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.