Fótbolti

Rúnar Alex á bekknum í markalausu jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Dijon þegar liðið fékk Marseille í heimsókn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Í hans stað stóð senegalski landsliðsmarkvörðurinn Alfred Gomis á milli stanganna hjá Dijon og hélt hreinu þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Gomis var keyptur til Dijon í sumar eftir að hafa leikið með Spal í Serie A á síðustu leiktíð og virðist hann nú hafa hirt stöðuna af Rúnari sem hóf leiktíðina sem aðalmarkvörður Dijon. Gomis hefur leikið síðustu þrjá leiki liðsins og haldið markinu hreinu í tveimur þeirra.

Dijon í botnsæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 2 stig eftir sjö umferðir. Bæði stigin hlutu þeir með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×