Ný skýrsla leiðir í ljós villandi sjónarhorn á fjölgun öryrkja Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 12:00 Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði. Vísir/Egill Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“ Félagsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“
Félagsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent