Íslenski boltinn

Valur og Breiðablik krefjast þess að blaðamaður Morgunblaðsins biðjist afsökunar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Breiðabliks og Vals fyrr í þessum mánuði.
Úr leik Breiðabliks og Vals fyrr í þessum mánuði. vísir/daníel
Valur og Breiðablik krefjast þess að Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins, biðjist afsökunar á orðum sínum í Bakverði á íþróttasíðum blaðsins í dag.Félögin segjast líta orð Bjarna mjög alvarlegum augum og ásakanir hans séu úr lausu lofti gripnar og eigi ekki við nein rök að styðjast.Í umræddum Bakverði segir Bjarni að það sé í umræðunni að ungir leikmenn séu hvattir til að ganga til liðs við Val eða Breiðablik í keppnisferðum yngri landsliða kvenna. Það muni auka möguleika þeirra á að leika fyrir A-landslið Íslands.Í Bakverðinum segist Bjarni vonast til þess að ungir leikmenn verði áfram hjá sínum uppeldisfélögum í stað þess að taka gylliboðum Vals og Breiðabliks.Yfirlýsingu Vals og Breiðabliks má lesa hér fyrir neðan.Athugasemdir Breiðabliks og Vals við þankagang blaðamanns Morgunblaðsins Vegna fullyrðinga Bjarna Helgasonar blaðamanns í bakverði Morgunblaðsins, fimmtudaginn 26. september, vilja knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vals óska svara við eftirfarandi: Hvaða dæmi um “gylliboð” hefur blaðamaður Mbl fyrir því að leikmenn hafi fengið í ferð með yngri landsliðum Íslands?Getur blaðamaður Morgunblaðsins bent á aðila tengda Breiðabliki eða Val sem hafa “markvisst reynt að selja ungum leikmönnum” slíkt í ferðum á vegum KSÍ? Knattspyrnustjórnir Breiðabliks og Vals líta þessar ásakanir blaðamanns mjög alvarlegum augum enda úr lausu lofti gripnar og eiga við engin rök að styðjast.Þess er krafist að blaðamaður biðjist afsökunar á fullyrðingum sínum.Virðingarfyllst, 

Stjórnir knattspyrnudeildar Breiðabliks og Vals

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.