Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 22:49 Um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag. Fréttablaðið/STEFÁN Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33