Viðskipti innlent

Tuttugu sagt upp hjá Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun starfa í höfuðstöðvum bankans.
Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun starfa í höfuðstöðvum bankans. vísir/vilhelm

Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka í samtali við fréttastofu.

Edda segir að um sé að ræða almennar hagræðingaraðgerðir til að draga úr kostnaði. Meirihluta þeirra sem hafi verið sagt upp starfi í höfuðstöðvum bankans og dreifast uppsagnirnar á deildir.

Edda segir að í heildina muni 25 starfsmenn hætta hjá bankanum í september, en fimm séu að hætta vegna aldurs.

Greint var frá því í morgun að Arion banki hafi sagt upp um hundrað manns. Þar af voru um áttatíu í höfuðstöðvum bankans og um tuttugu í útibúum.


Tengdar fréttir

Arion segir upp 100 manns

Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.