Viðskipti innlent

Tuttugu sagt upp hjá Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun starfa í höfuðstöðvum bankans.
Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun starfa í höfuðstöðvum bankans. vísir/vilhelm
Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka í samtali við fréttastofu.Edda segir að um sé að ræða almennar hagræðingaraðgerðir til að draga úr kostnaði. Meirihluta þeirra sem hafi verið sagt upp starfi í höfuðstöðvum bankans og dreifast uppsagnirnar á deildir.Edda segir að í heildina muni 25 starfsmenn hætta hjá bankanum í september, en fimm séu að hætta vegna aldurs.Greint var frá því í morgun að Arion banki hafi sagt upp um hundrað manns. Þar af voru um áttatíu í höfuðstöðvum bankans og um tuttugu í útibúum.Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Arion segir upp 100 manns

Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,09
7
420
ARION
2,77
20
108.685
SJOVA
2,24
14
47.907
FESTI
2,16
8
165.000
TM
1,94
4
65.828

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,46
5
6.991
BRIM
-1,19
1
42
MAREL
-0,43
4
21.492
LEQ
0
1
172
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.