Meint fjársvik tæpir tveir milljarðar króna Björn Þorfinnsson skrifar 27. september 2019 07:15 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira