Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir Ari Brynjólfsson skrifar 27. september 2019 08:15 Gróðurhvelfing Aldin Bio Dome og fleiri byggingar eiga að rísa við Stekkjabakka. Svæðið er upp til vinstri á miðri mynd. vísir/vilhelm Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira