Innlent

Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í Víglínunni

Sylvía Hall skrifar

Víglínan á Stöð 2 er í dag helguð samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar verða gestir Þóris Guðmundssonar, sem stýrir Víglínunni í fjarveru Heimis Más Péturssonar. Þau skrifuðu undir nýgert samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra og öðrum bæjarstjórum á svæðinu.

Þá ræðir Þórir við Lilju Guðrúnu Karlsdóttur samgöngufræðing, sem vinnur að borgarlínuverkefninu og hefur starfað sem ráðgjafi um umferðarmál í áraraðir. Að lokum segir Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna álit sitt á fyrirhuguðum samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu.

Þátturinn hefst klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.