Kópavogsbær birti í síðustu viku fundargerð inn í framtíðina Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. september 2019 07:15 Almannatengill segir um mannleg mistök að ræða. Fréttablaðið/GVA Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins. Kom þar meðal annars fram hverjir hefðu mætt á fundinn, að allir ellefu fulltrúarnir hefðu samþykkt ákveðnar tillögur, hvenær fundinum var slitið og svo framvegis. „Ég hef aldrei séð svona lagað gert áður. Þetta hljóta að vera mistök en það er eins og sé búið að skrifa fundargerðina og ákveða hvernig fólk greiðir atkvæði. Það skiptir greinilega engu máli að halda fundinn,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. En hún situr í minnihluta bæjarstjórnar. „Ég gerði verulegar athugasemdir við þetta og fékk þau svör frá bæjarstjóra að þetta væru mistök,“ segir hún.Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti BF/ViðreisnarFundargerðin hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á umræddum fundi á að taka fyrir fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið til umræðu á höfuðborgarsvæðinu. „Við í BF/Viðreisn erum mjög gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem hefur ríkt á meintum mistökum í áætlunum fyrir gas- og jarðgerðarstöðina,“ segir Theódóra. „Almennt séð er umræðan mjög lítil í bæjarstjórn en ég vona að meirihlutinn taki við sér og ræði málið ítarlega, sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson er bæði formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Sorpu.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Forskrifuð fundargerð fór á netið fyrir mistök. Þessi forskrift auðveldar okkur vinnuna því bæjarstjórn hefur það hlutverk að staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður segir fundargerðunum breytt ef eitthvað annað gerist á fundinum, svo sem ekki allir kjósi með tillögu eða að fulltrúar komi með bókun.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins. Kom þar meðal annars fram hverjir hefðu mætt á fundinn, að allir ellefu fulltrúarnir hefðu samþykkt ákveðnar tillögur, hvenær fundinum var slitið og svo framvegis. „Ég hef aldrei séð svona lagað gert áður. Þetta hljóta að vera mistök en það er eins og sé búið að skrifa fundargerðina og ákveða hvernig fólk greiðir atkvæði. Það skiptir greinilega engu máli að halda fundinn,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. En hún situr í minnihluta bæjarstjórnar. „Ég gerði verulegar athugasemdir við þetta og fékk þau svör frá bæjarstjóra að þetta væru mistök,“ segir hún.Theódóra Þorsteinsdóttir oddviti BF/ViðreisnarFundargerðin hefur nú verið fjarlægð af vefsíðu Kópavogs. En á umræddum fundi á að taka fyrir fjármál Sorpu, sem hafa verið mikið til umræðu á höfuðborgarsvæðinu. „Við í BF/Viðreisn erum mjög gagnrýnin á þá leyndarhyggju sem hefur ríkt á meintum mistökum í áætlunum fyrir gas- og jarðgerðarstöðina,“ segir Theódóra. „Almennt séð er umræðan mjög lítil í bæjarstjórn en ég vona að meirihlutinn taki við sér og ræði málið ítarlega, sér í lagi þar sem Birkir Jón Jónsson er bæði formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Sorpu.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Forskrifuð fundargerð fór á netið fyrir mistök. Þessi forskrift auðveldar okkur vinnuna því bæjarstjórn hefur það hlutverk að staðfesta afgreiðslu ráða, sem er gert í yfir 90 prósent tilvika.“ Sigríður segir fundargerðunum breytt ef eitthvað annað gerist á fundinum, svo sem ekki allir kjósi með tillögu eða að fulltrúar komi með bókun.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira