Arnór Ingvi fagnar leiktímanum en sér fram á erfitt haust Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 11:30 Arnór Ingvi Traustason. Mynd/S2 Sport Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira