Fótbolti

Perez segir að United hafi ekki viljað selja Pogba og sögurnar um Neymar komu frá fjölmiðlum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Florentino Perz á fundi.
Florentino Perz á fundi. vísir/getty

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur opnað sig um sumarglugga Madrídarliðsins í sumar en margir leikmenn voru orðaðir við Real í sumar.

Real var bæði orðað við heimsmeistarann Paul Pogba og brasilísku stórstjörnuna Neymar en hvorugir þeirra komu á endanum til Real.

Perez hitti stjórnarmenn Real í gær sem og styrktaraðila liðsins þar sem hann ræddi síðustu leiktíð sem og það sem framundan er.

Eden Hazard, Luka Jovic, Ferland Mendy voru á meðal þeirra sem Real keypti í sumar og Perez var ánægður með sumarið.

„Við höfum aldrei eytt svo miklum pening í leikmenn þrátt fyrir að við höfum frábært lið,“ sagði Perez í gær.

Þegar Perez var aðspurður út í Pogba sagði hann að United hafi ekki viljað selja Frakkann og um Neymar sagði Perez að það hafi frekar komið frá fjölmiðlum en félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.