Fótbolti

Kolbeinn: Skelfileg úrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson var að vonum ekki sáttur eftir tap Íslands fyrir Albaníu ytra í undankeppni EM 2020 í kvöld.„Skelfileg úrslit. Mjög erfiður völlur, hann er einhver sá þyngsti sem ég hef spilað á. Fann og sá að leikmenn voru þreyttir í endann en það á ekki að skipta máli í svona leik,“ sagði Kolbeinn við Óskar Ófeig Jónsson úti í Albaníu eftir leikinn.Ísland tapaði 4-2 eftir að hafa tvisvar jafnað leikinn.„Við vorum með tak á þeim í 2-2 en hleyptum tveimur mörkum inn og þá er erfitt að koma til baka.“„Það var of mikið pláss á milli sóknar, miðju og varnar, við vorum ekki þéttir og þá skapa hin liðin of mikið. Það er ekki okkar leikur.“„Við vorum ekki upp á okkar besta en þurfum að vera það til þess að ná í úrslit í svona leikjum.“Kolbeinn byrjaði leikinn á bekknum en kom inn og skoraði nánast strax.„Skoraði held ég í fyrstu snertingu. Það gaf liðinu smá sjálfstraust en við vorum óheppnir, Kári fær boltann í hendina og þaðan fer hann inn. Þetta féll ekki með okkur.“„Við þurfum núna að treysta á okkur sjálfa og vinna Tyrkina úti og reyna að vinna Frakka heima. Getum ekki treyst á aðra,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.