Unglingar bregðast öðruvísi við missi en fullorðnir gera Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 08:15 Þegar sorg bætist við hormónabreytingar kynþroskaskeiðs getur það lagst þungt á unglinga. Nordicphotos/Getty Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Sumarið 2014 missti Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25 ára, móður sína eftir stutta baráttu hennar við krabbamein. Yngsti bróðir hennar, sem var 14 ára, brást við missinum með þögn. Hann grét ekki og vildi ekki tala um fráfallið. „Ég sat með pabba og við reyndum að finna leiðir til að hjálpa honum að takast á við þetta. Við vissum ekkert hvernig við ættum að bera okkur að. Hann hefur alltaf verið hlédrægur en þarna lokaðist hann alveg og okkur fannst hann ekki átta sig á þessu. Seinna komumst við að því að hann hefði grátið og tjáð sig við þáverandi kærustu sína, en hann sýndi okkur það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð svo kveikjan að rannsókn hennar á sorgarferli unglinga við menntavísindasvið Háskóla Íslands. „Mig langaði til að skilja hans ferli, hvernig ég gæti verið betur til staðar og jafnframt að skilja mitt eigið sorgarferli.“ Í rannsóknarvinnunni komst Heiður að því að tiltölulega lítið hefur verið skrifað um sorgarferli unglinga, sem er þó töluvert frábrugðið barna og fullorðinna. Heiður segir að unglingar velti dauðanum meira fyrir sér en aðrir. „Unglingar velta fyrir sér þessum stóru spurningum. Hver er ég? Hvað er dauðinn? Og hver er ástæðan fyrir honum? Börn hafa ekki skilning á dauðanum og fullorðnir vita að hann er endanlegur,“ segir hún. „Unglingar hafa skilning á dauðanum en hann er ekki jafn góður og fullorðinna.“ Aldurinn sem Heiður afmarkaði sig við var 12 til 16 ára. Hún segir töluverðan mun á hvernig kynin bregðast við. „Stelpurnar taka frekar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir fellur frá þá taka þær á sig umönnunarhlutverk gagnvart eftirlifandi föður. Drengirnir eru hlédrægari.“ Áhrifin af sorg eru mikil og þegar hormónabreytingar kynþroskaskeiðsins bætast við getur þeim fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði, streita og jafnvel áhættusöm hegðun. Þetta sé þó einstaklingsbundið og ekki sé alltaf hægt að sjá einkennin. Heiður segir mikilvægt að allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþróttafélög og fleiri, komi að því að styðja unglinga í sorgarferli og sýna þeim skilning. Hún segir að skólarnir séu misvel undirbúnir til að bregðast við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla í þessu samhengi. „Áfallaáætlanir eru gagnlegar en það þarf að fylgja þeim. Því miður eru þær þó ekki til í öllum skólum. Svo eru dæmi um að þær séu ekki uppfærðar eða ekki stuðst við þær. Allt starfsfólk skólanna þarf að vera upplýst um stöðuna og geta brugðist við, ekki aðeins kennarar.“ Heiður vonar að rannsókn hennar verði til gagns og að bæði starfsfólk skóla og aðrir geti stuðst við hana. Hún vinnur nú að framhaldsverkefni, byggðu á þessari rannsókn, þar sem hún skoðar upplifun fólks af skólagöngu eftir foreldramissi.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira