Innlent

Páfinn flaug með Atlanta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frans páfi í vél Atlanta.
Frans páfi í vél Atlanta. Mynd/Air Atlanta

Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur.

Páfinn hefur undanfarna daga verið í heimsókn í austurhluta Afríku og meðal annars heimsótt Mósambík, Máritaníu og Madagaskar. Hann er nú á heimleið með flugvél íslenska flugfélagsins og var haldin stutt athöfn fyrir brottför á flugvellinum áður hann gekk um borð í vélina, sem er af gerðinni Airbus TF EAB.

Kemur fram forsvarsmönnum flugfélagsins þótti þetta mikill heiður. Páfinn hafi eins og áður segir verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur við brottför.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.