Fótbolti

Lést á hótelinu daginn fyrir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jarzinho Pieter.
Jarzinho Pieter. mynd/Haiti Tempo

Eyríkið Curacao missti landsliðsmarkvörð sinn á mánudaginn er Jarzinho Pieter lést. Hann lést á hóteli liðsins.

Landsliðið dvaldi á Port-au-Prince hótelinu í Haítí en hann lést degi fyrir leik liðsins sen fór fram gegn Haítí í gær.

Leikmennirnir ákváðu hins vegar að spila leikinn til heiðurs Pieter en mínútu þögn var fyrir leikinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og er Curacao með fjögur stig í riðlinum eftir tvo leiki.
Pieter var varamarkvörður landsilðsins en hann spilaði í heimalandinu með Centro Dominguito. Curacao er eyríki í Karíbahafi, rétt undan ströndum Venesúela en íbúar landsins eru um 150 þúsund manns.

Leandro Bacuna, sem leikur nú með Cardiff, og hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni leikur með landsliði Curacao. Hann sendi samúðarkveðjur á Instagram-síðu sinni í gær.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.