Fótbolti

Forráðamenn PSG orðnir þreyttir á Neymar og vilja hann burt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar eftir landsleik á dögunum með Brasilíu.
Neymar eftir landsleik á dögunum með Brasilíu. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Tuttosport vilja forráðamenn PSG Neymar burt frá félaginu sem fyrst og eru líkur á að því verði í janúar.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, Leonardo, er búinn að fá sig fullsaddann af veseninu í kringum Brassann og vill losa hann í janúar.

Barcelona vildi fá Neymar í sumar og Real Madrid var einnig áhugasamt en hann ákvað svo í sameiningu við félagið að vera áfram hjá félaginu þangað til næsta sumar.







Það gæti þó breyst og hann yfirgefið félagið í janúar en Leonardo getur ekki meira. Faðir Neymar sagði einnig í samtali við Fox Sports að enn væru viðræður við spænsku risana.

„Viðræðunum milli félaganna er ekki lokið. Brasilíumenn vilja vera ánægðir þar sem þeir eru og hann var mjög ánægður hjá Barcelona,“ sagði Neymar eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×