Fótbolti

Pogba fáanlegur en kostar skildinginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United. vísir/getty

Real Madrid vill fá Paul Pogba og þeir ætla að reyna aftur að fá hann í janúar glugganum en þeim tókst ekki að klófesta Manchester Unted miðjumanninn í sumar.

Pogba er afar ofarlega á óskalista Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og mun Zidane reyna allt hvað hann getur til þess að klófesta landa sinn í janúar.

Franski heimsmeistarinn sagði í sumar að brottför til Real Madrid væri draumur en tilboð spænska liðsins í Pogba var hafnað í sumar.

Talið er að Ed Woodward, stjórnarformaður Man. Utd, muni ekki samþykkja tilboð sem hljópar upp á minni fjárhæð en 179 milljónir punda. Spænska blaðið Sport greinir frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.