Innlent

Strandhreinsun í Dyrhólaey

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Búist er við að hreinsunin taki tvær klukkustundir.
Búist er við að hreinsunin taki tvær klukkustundir. Fréttablaðið/Pjetur

Umhverfisstofnun býður almenningi að taka þátt í strandhreinsun í Dyrhólaey næstkomandi sunnudag í tilefni dags íslenskrar náttúru sem er daginn eftir. Mun landvörður bjóða gestum í létta fræðslugöngu áður en haldið verður niður á strönd.

Mæting er klukkan 14 við salernishúsið á Lágey en gert er ráð fyrir að gangan og hreinsunin taki um tvær klukkustundir. Boðið verður upp á kaffisopa í landvarðahúsinu á Háey að verki loknu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.