Fótbolti

Umboðsmaður Courtois handtekinn og sakaður um peningaþvætti og spillingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Christophe Henrotay til vinstri ásamt Daniel van Buyten, fyrrum leikmanni Bayern.
Christophe Henrotay til vinstri ásamt Daniel van Buyten, fyrrum leikmanni Bayern. vísir/getty

Umboðsmaðurinn Christophe Henrotay hefur verið handtekinn í Mónakó en hann er sakaður um peningaþvætti og spillingu í kringum félagaskipti í knattspyrnuheiminum. AFP greinir frá.

Christophe var meðal annars umboðsmaður Aleksandar Mitrovic og félagaskipti Mitrovich til Newcastle árið 2015 eru ein af félagaskiptunum sem liggja undir grun.

Saksóknari í Brussel hefur staðfest að fjölmargar aðgerðir hafi átt sér stað í Mónakó, Belgíum og London á þriðjudag og miðvikudag. Tveir voru handteknir í aðgerðunum.

Einnig var ráðist í aðgerðir í apríl þar sem Anderlecht og belgíska knattspyrnusambandið lá undir grun en enginn var handtekinn í þeim aðgerðum.

Nú beinast spjótin að umboðsmanninum Henrotay en hann er meðal annars umboðsmaður Thibaut Courtois og Yannick Carraso, sem koma báðir frá Belgíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.