Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 18:59 Steinunn Þóra og Inga skipust á orðum í dag. Samsett/ Alþingi/Vilhelm Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni. Alþingi Félagsmál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. Inga og Steinunn Þóra eru báðar öryrkjar og hafa beitt sér fyrir málefnum hópsins í störfum sínum. Þá hefur Steinunn unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Örykjabandalagið og MS-félag Íslands, auk þess sem hún er með MA-próf í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands. Inga tók til máls á Alþingi í dag og gerði biðtíma í heilbrigðisþjónustunni að umræðuefni sínu, sagði hún finna fyrir minni biðtíma eftir að þingferill hennar hófst. „Landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið í heilbrigðiskerfinu. Ég verð að viðurkenna það að við hefðum nú öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum til þess að við fengum ekki að ganga fram fyrir röðina. Vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins,“ sagði Inga.Steinunn Þóra var á öðru máli og svaraði ræðu Ingu og sagði orð hennar bull. „Ég vil mótmæla því sem mátti skilja af ræðu Ingu Sæland um að Alþingismenn nytu einhverskonar forgangs í heilbrigðisþjónustunni, að við þyrftum að prufa að bíða eftir því að okkur kæmi eins og annar almenningur í landinu, þvílíkt og annað eins bull. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk mismunar ekki eftir því hvort fólk er Alþingismenn eða gegna öðrum stöðum,“ sagði Steinunn Þóra Árnadóttir. „Ég veit ekki hvernig það stendur á því að þingmaðurinn hefur ekki áttað sig á því að við tilheyrum forréttindahópi. Síðan ég varð þingmaður hefur líf mitt algjörlega gjörbreyst í allri þjónustu sem lýtur að mér úti í samfélaginu,“ svaraði Inga og nefnir hraðari þjónustu sem hún fær hjá Tryggingastofnun.„Háttvirtur þingmaður hefur aldrei vitað hvernig er að lifa á örorkubótum“Inga ræddi þá stöðu Steinunnar, „háttvirtur þingmaður hefur aldrei á sinni ævi vitað það hvernig er að lifa á örorkubótum. Hvernig maður upplifir sína stöðu, að þurfa að reiða á sig á þá ölmusu eða hafa ekki gert það, ég býst við því að það sé ekki sambærilegt.“ Steinunn Þóra tók þá aftur til máls og sagðist gáttuð á orðum Ingu Sæland en eins og áður segir er Steinunn Þóra sjálf öryrki. „Kynnir háttvirtur þingmaður sig sem Alþingismann þegar hún sækir sér þjónustu? Það er mín reynsla að þeir sem starfa í opinberum kerfum eru faglegir, hvort sem þeir kannast við nafnið manns eða ekki“ sagði Steinunn Þóra og hélt áfram að gagnrýna orð Ingu. „Ég ætla ekki að detta niður í það að þræta um hver er mesti öryrkinn hér inni eða hefur verið hér lengst. Þetta er ekki keppni um það hver það er sem hefur lifað við einhver kjör í lengstan tíma. Hér snýst þetta um að við erum að forgangsraða fjármunum inn í samfélagið og það er mikilvægt að fólk með allskonar þekkingu og allskonar reynslu komi að málunum,“ sagði Steinunn. Inga kom svo í pontu og svaraði Steinunni, eftir að hafa gagnrýnt hróp og köll Alþingismanna í salnum þvertók hún fyrir það að kynna sig sem Alþingismann þegar hún leitaði þjónustu. Sagði hún einnig að Steinunn Þóra hafi snúið út úr orðum sínum sem við komu áðurnefndri keppni.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira